Lífið

Hundurinn bjargaði Salmu Hayek

Salma Hayek á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra.
Salma Hayek á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra. MYND/Getty Images
Nokkrum klukkustundum fyrir Golden Globe verðlaunaafhendinguna í síðustu viku ákvað Salma Hayek að leggja sig. Hún hafði ekki hugmynd um að á heimili hennar í Kaliforníu var gasleki. Salma sem var með höfuðverk, vaknaði upp við það að hundurinn hennar, Diva, lét öllum illum látum. Hann beit í ermi hennar og reyndi að draga hana út.

Salma þakkar Divu lífgjöfina og náði á réttum tíma á Golden Globe hátíðina, þar sem sjónvarpsþáttur hennar, Ugly Betty, vann til tveggja verðlauna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.