Innlent

Dæmdur fyrir þjófnað í starfi sem öryggisvörður

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið meðal annars peningum, tölvu og flatskjá í húsnæði Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi þegar hann starfaði sem öryggisvörður Securitas.

Maðurinn hafði þannig aðgang að húsnæðinu og hirti fenginn þrjár nætur í mars og apríl í fyrra. Maðurinn játaði brot sín en hann hafði áður komist í kast við lögin. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið í fíkniefnaneyslu á þessum tíma og hafi hann tekið góssið til þess fjármagna neysluna. Sagðist hann hins vegar hafa leitað sér aðstoðar vegna fíknar sinnar.

Að teknu tilliti til þess og þess að maðurinn framdi brotin í starfi sem öryggisvörður þótti tveggja mánaða fangelsi hæfileg refsing en hún er skilorðsbundin er til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða Mjólkursamsölunni liðlega 180 þúsund í skaðabætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×