Lífið

Lindsay aftur í meðferð

Lindsey Lohan fékk ekki leyfi meðferðarheimilisins til að fara á Sundance hátíðina.
Lindsey Lohan fékk ekki leyfi meðferðarheimilisins til að fara á Sundance hátíðina.
Lindsey Lohan hefur skráð sig í meðferð hjá lúxus meðferðarheimili í Kaliforníu samkvæmt bandaríska tímaritinu US Weekly. Lindsey viðurkenndi í síðasta mánuði að hún sækti AA fundi, en tilgreindi ekki ástæðu þess. Talsmaður leikkonunnar segir að Lindsey hafi tekið ákvörðun um að hugsa betur um líðan sína og heilbrigði og að hún óskaði eftir að fjölmiðlar virtu einkalíf hennar á meðan.

Lindsey fékk ekki leyfi Wonderland Center meðferðarheimilisins til þes að mæta á Sundance kvikmyndahátíðina í Park City í Utah í Bandaríkjunum, en nýjasta mynd hennar Chapter 27 verður sýnd á hátíðinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.