Erlent

Palestínumenn hatast enn

Tugir manna hafa fallið í innbyrðis átökum Palestínumanna undanfarið,
Tugir manna hafa fallið í innbyrðis átökum Palestínumanna undanfarið, MYND/AP
Tveim æðstu leiðtogum Palestínumanna tókst ekki að ná samkomulagi um myndun þjóðstjórnar, á fundi sínum í Sýrlandi um helgina. Á þeim fundi voru Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah hreyfingarinnar og Khaled Meshaal, leiðtogi Hamas samtakanna.

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Palestínumanna segir þó að þetta hafi verið gagnlegur fundur. Haniyeh sagði að framhaldsfundir myndu hefjast á Gaza ströndinni, á morgun.

Fatah og Hamas hafa í marga mánuði reynt að ná samkomulagi um þjóðstjórn, með þeim árangri einum að sambúðin hefur sífellt versnað.

Yfir þrjátíu manns hafa fallið í átökum hreyfinganna tveggja á undanförnum dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×