Erlent

Norður-Írska lögreglan leyfði morð á kaþólikkum

Háttsettir foringjar í lögreglunni á Norður-Írlandi leyfðu uppljóstrurum sínum meðal mótmælenda að fremja morð á kaþólikkum í meira en áratug, samkvæmt skýrslu umboðsmanns lögreglunnar, sem gerð var opinber í dag. Á árunum 1991 og 2003 myrtu vígamenn úr Ulster sjálfboðaliðasveitinn að minnsta kosti tíu kaþólikka.

Meðal hinna myrtu voru kaþólskur prestur og kaþólskur leigubílstjóri. Lögregluforingjarnir héldu verndarhendi yfir morðingjunum, sem einnig áttu þátt í eiturlyfjaviðskiptum og fjárkúgun. Þeir sátu meðal annars yfir þeim við yfirheyrslur til þess að passa að þeir töluðu ekki af sér, og þeir eyðilögðu einnig sönnunargögn sem hefðu komið þeim illa.

Bæði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og Bertie Ahern, forsætisráðherra Íralans, hafa lýst harmi yfir þessum fréttum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×