Erlent

Nærri því étinn af hákarli

Rúmlega fertugur Ástrali liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í heimalandi sínu eftir að þriggja metra langur hákarl réðst á hann undan austurströnd landsins í morgun. Maðurinn var við köfun þegar hákarlinn réðist á hann og beit um höfuð hans.

Gríman sem kafarinn bar kramdist inn að andliti hans og nef hans brotnaði. Tókst manninum með snarræði að pota í auga hákarlsins sem losaði um tak sitt og spýtti nánast kafaranum út úr sér. Sonur mannsins dró hann á land og þaðan var hann fluttur með þyrlu á nærliggjandi sjúrkahús.

Vísindamenn segja að hákarlar ráðist að meðaltali 15 sinnum á fólk undan strönd landsins og eru slíkar árásir hvergi jafn algengar í heiminum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×