Erlent

Forseti Ísraels ákærður fyrir nauðgun

Moshe Katsav, forseti Ísraels.
Moshe Katsav, forseti Ísraels. MYND/AP
Forseti Ísraels, Moshe Katsav, verður ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn fjórum konum í starfsliði hans. Dómsmálaráðuneyti Ísraels sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis, í dag. Forsetinn hefur neitað allri sök.

Embætti forseta Ísraels er fyrst og fremst táknrænt, og þetta hefur því ekki bein áhrif á ríkisstjórn landsins. Hiknsvegar er ekki hægt að draga hann fyrir dómstóla nema þingið aflétti friðhelgi af honum.

Hann hefur sjálfur sagt að ef hann verði ákærður muni hann víkja úr embætti. Moshe Katsav hefur verið forseti Ísraels síðan árið 2000. Kjörtímabili hans lýkur í júlí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×