Lífið

Veðbankar spá Scorsese sigri

Leonardo DiCaprio leikur í mynd Scorseses “The Departed”, en er tilnefndur fyrir hlutverk sitt í myndinni “Blood Diamond”.
Leonardo DiCaprio leikur í mynd Scorseses “The Departed”, en er tilnefndur fyrir hlutverk sitt í myndinni “Blood Diamond”. MYND/Reuters

Mynd Martins Scorseses, "The Departed" er uppáhald veðbanka til Óskarsverðlauna í flokkunum besta mynd og besti leikstjóri í ár. Veðmangarar segja 10/11 líkur á því að myndin verði valin besta myndin, og 1/3 að Scorsese fá leikstjóraverðlaunin. Í bestu mynd kemur Babel næst með 9/4, Little Miss Sunshine 4/1, The Queen 8/1 og Letters from Iwo Jima rekur lestina með 12/1.

Ladbrokes veðbankinn hefur hætt að taka við veðmálum á Helen Mirren sem bestu leikkonuna þar sem þeir telja nánast öruggt að hún fari með sigur af hólmi. Forest Whitaker er spáð Óskarnum sem besta leikara, en fast á hæla honum koma Peter O´Toole og Leonardo DiCaprio.

Veðmangarar segja að niðurstöður fyrsta daginn eftir tilnefningu séu yfirleitt næstar endanlegum úrslitum.

Í Bretlandi eru menn himinlifandi yfir fjölda breta sem tilnefndir eru til Óskarsverðlaunanna í ár, en þrjár breskar leikkonur eru tilnefndar í flokknum besta leikkona.

Þá eru óvenjumargir mexíkanar tilnefndir til verðlaunanna sem fara fram í Kodak Leikhúsinu í Hollywood 25. febrúar næstkomandi og verður bandaríska leikkonan Ellen DeGeneres kynnir kvöldsins.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.