Erlent

Hizbollah hótar áframhaldandi andófi

Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons. Hizbollah vill koma stjórn hans frá völdum.
Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons. Hizbollah vill koma stjórn hans frá völdum. MYND/AP

Hizbollah-samtökin hóta áframhaldandi aðgerðum í Líbanon fái þau ekki hlut í stjórn landsins hið fyrsta. Líbanskt samfélag lamaðist algerlega í gær þegar Hizbollah og bandamenn þeirra efndu var til verkfalla um allt land. Meðal annars stöðvuðust allar flugsamgöngur til og frá landinu. Þrír létust í átökum tengdum þessum aðgerðum og yfir hundrað særðust.

Í morgun voru hjól þjóðfélagsins farin að snúast á nýjan leik en loftið var engu að síðu lævi blandið. Hizbollah hefur undanfarna mánuði reynt að knésetja ríkisstjórn Fuads Saniora sem samtökin segja lepp ráðamanna á Vesturlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×