Erlent

Federline vondur fyrir viðskiptin

MYND/AP

Samtök veitingahúsaeigenda í Bandaríkjunum hafa farið fram á að sýningum á auglýsingu, þar sem Kevin Federline, fyrrum eiginmaður Britney Spears, er sýndur sem starfsmaður á veitingastað, verði aflýst.

Auglýsinguna átti að frumsýna í hálfleik í SuperBowl leiknum í Bandaríkjunum. Í henni sést hvar Federline, sem er tónlistarmaður í raunveruleikanum, er að lifa hinu góða lífi sem frægur rappari. Því næst rankar hann við sér og er þá að vinna á hamborgarastað.

Framleiðandi auglýsingarinnar er tryggingafyrirtæki sem vill benda fólki á að allt geti nú gerst. Stundum hafi maður allt og næst hafi maður ekkert og því neita þeir að hætta við sýningu á auglýsingunni. Auglýsingin þykir ekki síst skondin vegna þess hversu lík hún er lífi Kevin Federline.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×