Baugsmenn sýknaðir 25. janúar 2007 19:14 Það urðu tímamót í Baugsmálinu í dag þegar Hæstiréttur sýknaði sakborningana í Baugsmálinu, þau Jón Ásgeir Jóhannesson - systur hans Kristínu og endurskoðendurna Stefán Hilmarsson og Önnu Þórðardóttur. Hinu upprunalega Baugsmáli er því í raun lokið en málið er búið að fara allt í tvo hringi í íslenska dómskerfinu, en málið hófst með húsleit í ágúst 2002. Ákæruliðirnir voru upphaflega 40 talsins. Öllum þessum ákærum var vísað frá héraðsdómi í fyrstu umferð - án efnismeðferðar. Þeim úrskurði var vísað til Hæstaréttar sem henti 32 liðum af 40 í ruslið en sendi átta ákæruliði til efnismeðferðar í héraðsdómi. Þar var sýknað í öllum liðum. Settur saksóknari ákvað að áfrýja 6 af þeim til Hæstaréttar og nú loks kemur sýknudómur í þessu hringferli - fullnaðarsýkna á öllum póstum. En málið er ekki búið. Saksóknari ákvað að endurákæra í 19 liðum af þeim sem Hæstiréttur sendi í ruslafötuna. Þar er Baugsmál númer 2. Málflutningur verður í því máli nú í næsta mánuði en veigamesta ákæruliðnum, þ.e. þeim sem snýr að meintum svikum Jóns Ásgeirs vegna millikaupa hans á 10-11 verslununum var vísað frá dómi í sumar. Niðurstaðan í dag kann að hafa áhrif á þann málarekstur sem eftir er að mati bæði Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs og Sigurðar Tómas Magnússonar, setts saksóknara í Baugsmálinu. En Baugsmál númer 2 verður ekki lokakaflinn í þessari löngu sögu því að til rannsóknar eru meint skattalagabrot Baugsmanna - sem ef til vill má kalla Baugsmál 3, en nýjasti snúningur þess máls er að Harlaldur Johannesen ríkislögreglustjóri var í fyrradag úrskurðaður vanhæfur til að koma að því vegna fyrri yfirlýsinga sem tengjast máli sömu aðila. Þegar málflutningur var í Hæstarétti í því máli sem lauk í dag líkti Sigurður Tómas, saksóknari, Jóni Ásgeir Jóhannesyni við fjósamann sem stæli mjólkinni úr kúnnum sem honum væri treyst fyrir. Í yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri í dag segir að Sigurður Tómas sé hinn eiginlegi fjósamaður. Orðrétt segir "hann situr í forinni sem þeir Haraldur Johannessen og Jón H B Snorrason skyldu eftir sig, þegar þeir hrökkluðust frá málinu." Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Það urðu tímamót í Baugsmálinu í dag þegar Hæstiréttur sýknaði sakborningana í Baugsmálinu, þau Jón Ásgeir Jóhannesson - systur hans Kristínu og endurskoðendurna Stefán Hilmarsson og Önnu Þórðardóttur. Hinu upprunalega Baugsmáli er því í raun lokið en málið er búið að fara allt í tvo hringi í íslenska dómskerfinu, en málið hófst með húsleit í ágúst 2002. Ákæruliðirnir voru upphaflega 40 talsins. Öllum þessum ákærum var vísað frá héraðsdómi í fyrstu umferð - án efnismeðferðar. Þeim úrskurði var vísað til Hæstaréttar sem henti 32 liðum af 40 í ruslið en sendi átta ákæruliði til efnismeðferðar í héraðsdómi. Þar var sýknað í öllum liðum. Settur saksóknari ákvað að áfrýja 6 af þeim til Hæstaréttar og nú loks kemur sýknudómur í þessu hringferli - fullnaðarsýkna á öllum póstum. En málið er ekki búið. Saksóknari ákvað að endurákæra í 19 liðum af þeim sem Hæstiréttur sendi í ruslafötuna. Þar er Baugsmál númer 2. Málflutningur verður í því máli nú í næsta mánuði en veigamesta ákæruliðnum, þ.e. þeim sem snýr að meintum svikum Jóns Ásgeirs vegna millikaupa hans á 10-11 verslununum var vísað frá dómi í sumar. Niðurstaðan í dag kann að hafa áhrif á þann málarekstur sem eftir er að mati bæði Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs og Sigurðar Tómas Magnússonar, setts saksóknara í Baugsmálinu. En Baugsmál númer 2 verður ekki lokakaflinn í þessari löngu sögu því að til rannsóknar eru meint skattalagabrot Baugsmanna - sem ef til vill má kalla Baugsmál 3, en nýjasti snúningur þess máls er að Harlaldur Johannesen ríkislögreglustjóri var í fyrradag úrskurðaður vanhæfur til að koma að því vegna fyrri yfirlýsinga sem tengjast máli sömu aðila. Þegar málflutningur var í Hæstarétti í því máli sem lauk í dag líkti Sigurður Tómas, saksóknari, Jóni Ásgeir Jóhannesyni við fjósamann sem stæli mjólkinni úr kúnnum sem honum væri treyst fyrir. Í yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri í dag segir að Sigurður Tómas sé hinn eiginlegi fjósamaður. Orðrétt segir "hann situr í forinni sem þeir Haraldur Johannessen og Jón H B Snorrason skyldu eftir sig, þegar þeir hrökkluðust frá málinu."
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira