Innlent

Fíkniefnaleitarhundurinn Bassi allur

Þúsundir ungmenna og foreldra þeirra um allt land nutu þess að sjá Bassa leika listir sínar eftir að hafa setið fyrirlestra um skaðsemi fíkniefnaneyslu.
Þúsundir ungmenna og foreldra þeirra um allt land nutu þess að sjá Bassa leika listir sínar eftir að hafa setið fyrirlestra um skaðsemi fíkniefnaneyslu.

Fíkniefnaleitarhundurinn Rocky Star Black Odin Bassi dó um helgina tíu ára gamall. Auk þess að vera leitarhundur vann Bassi um árabil við hlið þjálfara síns, Ísfirðingsins Þorsteins Hauks Þorsteinssonar fyrrverandi tollfulltrúa, við fíkniefnafræðslu til unglinga landsins.

Á fréttavef bb.is segir að Bassi hafi komið frá Óðinsvéum í Danmörku árið 1997 og hafið störf við fíkniefnaleit hjá Tollgæslunni í Reykjavík skömmu síðar.

Bassi fékk 63 stig af 64 mögulegum í úttekt um hæfni hans til fíkniefnaleitar sem hann fór í 18 mánaða gamall. Hann þefaði upp töluvert magn fíkniefna á starfsævi sinni, en árið 2000 hófst forvarnarstarf hjá Tollgæslunni sem þróað var að mestu í kringum hundinn.

Bassi starfaði við fíkniefnaleit allt til ársins 2003 og var þjóðþekktur í því hlutverki. Í tilkynningu segir: "Sennilega hefur enginn hundur í Íslandssögunni verið faðmaður og elskaður af jafnmörgum og hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×