Erlent

Vopnahléið að mestu virt

Allt hefur verið með kyrrum kjörum á Gaza-ströndinni í dag eftir að samkomulag náðist á milli stríðandi fylkinga um vopnahlé. Verslanir og skólar voru opnaðir á nýjan leik en starfsemi þeirra hefur legið niðri síðan á fimmtudaginn þegar sló í alvarlega brýnu á milli liðsmanna Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingar Mahmoud Abbas forseta. Þrjátíu og sex féllu í þeim átökum. Engar fregnir hafa borist af bardögum í dag, ef undan er skilið morð á einum af liðsmönnum Hamas í bænum Khan Younis. Talið er að byssumenn Fatah hafi þar verið að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×