Viðskipti erlent

Vodafone yfir væntingum

Viðskiptavinum breska fjarskiptarisans Vodafone fjölgaði um 8,7 milljónir um allan heim á síðasta ársfjórðungi liðins árs. Þetta er talsvert meira en gert hafði verið ráð fyrir. Aukningin skýrist að mestu um aukna hlutdeild fjarskiptafyrirtækisins, sem er eitt það stærsta í Evrópu, á nýmörkuðum á borð við Afríku, Austur-Evrópu og í Miðausturlöndum.

Viðskiptavinir fyrirtækisins í dag eru 198,6 milljónir talsins, að sögn breska ríkisútvarpsins.

Stjórn fyrirtækisins segir afkomuspár Vodafone á áætlun en gert er ráð fyrir að tekjur aukist á milli 5 til 6,5 prósent á milli ára.

Vodafone hyggur á enn frekari fjölgun viðskiptavina sinna en það er á meðal þeirra símafyrirtækja sem hafa hug á að kaupa meirihluta indverska fjarskiptafyrirtækisins Hutchison Essar, fjórða stærsta fjarskiptafyrirtækis Indlands. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×