Erlent

Milljónum dollara sóað í Írak

Það mætti ætla að þörf væri fyrir ýmislegt annað en sundlaugar í Írak. Myndin er tekin í borginni Najaf eftir sólarhrings átök þar sem 263 létust.
Það mætti ætla að þörf væri fyrir ýmislegt annað en sundlaugar í Írak. Myndin er tekin í borginni Najaf eftir sólarhrings átök þar sem 263 létust. MYND/AP

Milljónir dollara sem bandaríkjamenn veittu til enduruppbyggingar í Írak hefur verið sóað, segja bandarískir endurskoðendur í skýrslu til Bandaríkjaþings sem varar við spillingu. Ónotaðar æfingabúðir fyrir lögreglumenn í Baghdad með risasundlaug er eitt af mannvirkjunum sem endurskoðendurnir benda á máli sínu til stuðnings. Milljarður íslenskra króna sem veittur hefur verið til uppbyggingar er enn ónotaður af íröskum stjórnvöldum. Skýrslan kemur á sama tíma og Bush Bandaríkjaforseti reynir að fá þingið til að samþykkja rúman milljarð króna til frekari enduruppbyggingar. Skýrslan er unnin af Stuart Bowen, sérstökum eftirlitsmanni með uppbyggingu í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×