Erlent

Bresk börn að læra um gróðurhúsaáhrif

Jöklar eiga eftir að minnka hratt á næstu árum ef spár vísindamannanna reynast réttar.
Jöklar eiga eftir að minnka hratt á næstu árum ef spár vísindamannanna reynast réttar. MYND/AP
Börnin munu berjast í fremstu víglínu í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin samkvæmt áætlunum sem bresk stjórnvöld ætla að birta á mánudaginn kemur. Hún inniheldur breytingar á námsskrá grunnskólabarna á aldrinum 11 til 14 ára og á að miða að því að mennta þau um gróðurhúsaáhrif og ábyrgð þeirra sem neytenda í því samhengi.

Stjórnvöld ætla þannig að ná fram árangri á tveimur sviðum í einu. Í fyrsta lagi að mennta komandi kynslóðir og í öðru lagi að treysta á að börnin eigi eftir að hafa vit fyrir foreldrum sínum.

Börnunum verður meðal annars sagt frá áhrifum flugferða á andrúmsloftið, talað verður um sjálfbæra þróun og hvernig væri best að takast á við fátækt í heiminum án þess að hafa slæm áhrif á umhverfið.

Byrjað verður að kenna eftir námsskránni í september árið 2008.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×