Erlent

Á fjórða tug dó í námuslysi

Nokkrir námamenn náðust upp á lífi.
Nokkrir námamenn náðust upp á lífi. MYND/AP

32 kólumbískir verkamenn biðu bana í sprengingu í kolanámu norðausturhluta landsins í gærkvöld. Talið er að neisti hafi komist í gas á um fjögur hundruð metra dýpi í námugöngunum og þau hrunið. Ekki er vitað hvort mennirnir hafi látist samstundis eða súrefnisskortur hafi dregið þá síðar til dauða. Náman var, líkt og námur svo víða annars staðar í Andesfjöllum, illa byggð og því féll hún svo auðveldlega saman án þess að verkamennirnir hefðu möguleika á að komast út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×