Innlent

Náttúruvaktin skorar á umhverfisráðherra

Náttúruvaktin telur Íslenska náttúru gjalda fyrir framkvæmdagleði.
Náttúruvaktin telur Íslenska náttúru gjalda fyrir framkvæmdagleði.
Náttúruvaktin hefur ritað Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra bréf þar sem athygli er vakin á skeytingarleysi stjórnvalda varðandi svæði á Náttúrminjaskrá. Í bréfinu segir að baráttuhópurinn, sem berst fyrir verndun Íslenskrar náttúru, taki nú þátt í að reyna að verja þrjú svæði á náttúruminjaskrá fyrir óhóflegri framkvæmdagleði. Um er að ræða Álafosskvos við árbakka Varmár, þar sem nú er unnið að tengibraut með mikilli umferð bíla, metangaslögn Orkuveitu Reykjavíkur um fjörur í Blikastaðakró/Leiruvog í Reykjavík, en svæðið er einnig viðurkennt sem alþjóðalega mikilvæg fuglasvæði. Þriðja frramkvæmdin er lagning Vestfjarðarvegar um Gufudalssveit, en samtökin hafa mælt með því að vegurinn verði lagður í jarðgöng til að vernda fágætan skóg og friðuð arnarhreiður. Svæðin eru öll undir vernd laga um náttúruvernd. Náttúruvaktin skorar á umhverfisráðherra að breyta stefnu sinni og veita engar undanþágur til framkvæmda á friðlýstum svæðum, eða á náttúruminjaskrá nema staðfest sé að brýnir almenningshagsmunir liggi fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×