Erlent

Breskir fuglar bannaðir

Fuglabændur í Bretlandi eru skelfingu lostnir yfir flensunni sem þar er kominn upp
Fuglabændur í Bretlandi eru skelfingu lostnir yfir flensunni sem þar er kominn upp MYND/AP

Bæði Norður-Írland og Írska lýðveldið hafa bannað allan innflutning á fuglakjöti frá Bretlandi, eftir að upplýst var að fuglaflensa af stofninum H5N1 hefði drepið 2500 kalkúna á búi norðaustur af Lundúnum. Rússar hafa sömuleiðis bannað innflutning á fuglakjöti frá Bretlandi, og búast má við að fleiri þjóðir fylgi á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×