Erlent

Hertar reglur um knattspyrnuleiki á Ítalíu

Frá fréttamannafundinum sem haldinn var í dag eftir neyðarfund innanríkisráðherra og knattspyrnuyfirvalda á Ítalíu.
Frá fréttamannafundinum sem haldinn var í dag eftir neyðarfund innanríkisráðherra og knattspyrnuyfirvalda á Ítalíu. MYND/AP
Fótboltavellir á Ítalíu munu ekki opna á ný fyrr en öryggiskröfum hefur verið framfylgt og gæsla á leikjum hert. Þetta sagði innanríkisráðherra Ítalíu, Giuliano Amato, í dag eftir neyðarfund með knattspyrnuyfirvöldum þar í landi.

Amato sagði líka að refsingar yrðu hertar í málum fótboltabullna og að mál þeirra fengju hraðari meðferð í réttarkerfinu. Ríkisstjórn Ítalíu fundar um málið á miðvikudaginn kemur.

Hann bætti við að „aðeins þeir vellir sem að fullnægja öryggisstöðlum munu opna á ný. Þeir sem gera það ekki verða notaðir fyrir leiki en liðin verða aðleika fyrir luktum dyrum." Aðeins fimm knattspyrnuvellir á Ítalíu fullnægja þeim öryggisstöðlum sem nú gilda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×