Erlent

Khodorkovsky ákærður á ný

Khodorkovsky sést hér vinstra megin á myndinni. Með honum á henni er Platon Lebedev en hann var líka ákærður fyrir sams konar glæpi.
Khodorkovsky sést hér vinstra megin á myndinni. Með honum á henni er Platon Lebedev en hann var líka ákærður fyrir sams konar glæpi. MYND/AP
Rússneskir saksóknarar lögðu fram í dag nýjar ákærur á hendur Mikhail Khodorkovsky, fyrrum olíujöfri sem nú situr í fangelsi fyrir skattsvik.

Khodorkovsky var fangelsaður til átta ára árið 2005 vegna skattsvika. Margir töldu að það væri vegna þess að hann væri hugsanlegur andstæðingur Vladimirs Putin í stjórnmálum.

Khodorkovsky hefði getað sótt um reynslulausn seinni hluta þessa árs. Lögfræðingar hans hafa sagt að nýju ákærurnar séu „fáránlegar, jafnvel brjálæðislegar." Samkvæmt þeim sveik Khodorkovsky allt að 25 milljarða dollara undan skatti. Lögfræðingar hans svara ásökunum með því að segja að þetta sé einfaldlega of há upphæð til þess að hægt sé að fela hana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×