Upptaka af loftárás á bandamenn 6. febrúar 2007 18:45 Breskir fjölmiðlar birtu í dag myndband sem er sagt sýna bandaríska hermenn fella breskan bandamann sinn í loftárás í Írak fyrir tæpum 4 árum. Myndbandið hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi. Það var í lok mars 2003 sem bandarísk A-10 orustuþota skaut á lest brynvarinna bíla í Basra. Breskur hermaður féll og fjórir særðust. Síðan þá hafa bæði breski og bandaríski herinn rannsakað atvikið. Réttarrannsókn á dauða hermannsins hefur tafist nokkuð og var frestað í síðustu viku þar sem myndband úr stjórnklefa orustuþotunnar fékkst ekki afhent. Var breska varnarmálaráðuneytinu gefinn frestur til að fá leyfi bandarískra hermálayfirvalda til að birta myndbandið. Breska götublaðið Sun og AP fréttastofan hafa komist yfir myndbandið og birtu það í dag. Fram kemur í blaðinu að flugmennirnir hafi séð að bifreiðarnar voru merktar appelsínugulum lit sem er tákn Atlantshafsbandalagsins um að bandamenn séu á ferð. Flugmennirnir munu þá hafa spurt yfirmann sinn á jörðu niðri hvort bandamenn væru á svæðinu. Því hafi hann neitað og þá hafi verið skotið á bílalestina. Síðan hafi flugmönnunum borist fréttir af því að einn hefði fallið og það bandamaður þeirra. Á myndbandinu má heyra hvar þeir bölva, harma atburðinn og óttast jafnvel að þeir eigi yfir höfði sér fangelsisdóm. Margaret Beckett, utanríkisráðherra Breta, sagði í dag að atburðurinn yrði rannsakaður til hlítar í samvinnu við Bandaríkjamenn. Fulltrúar Sun afhentu dánardómstjóra myndbandið í dag og skömmu síðar afléttu Bandaríkjamenn leynd af því. Myndbandið verður því notað við réttarrannsókn á dauða breska hermannsins. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Breskir fjölmiðlar birtu í dag myndband sem er sagt sýna bandaríska hermenn fella breskan bandamann sinn í loftárás í Írak fyrir tæpum 4 árum. Myndbandið hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi. Það var í lok mars 2003 sem bandarísk A-10 orustuþota skaut á lest brynvarinna bíla í Basra. Breskur hermaður féll og fjórir særðust. Síðan þá hafa bæði breski og bandaríski herinn rannsakað atvikið. Réttarrannsókn á dauða hermannsins hefur tafist nokkuð og var frestað í síðustu viku þar sem myndband úr stjórnklefa orustuþotunnar fékkst ekki afhent. Var breska varnarmálaráðuneytinu gefinn frestur til að fá leyfi bandarískra hermálayfirvalda til að birta myndbandið. Breska götublaðið Sun og AP fréttastofan hafa komist yfir myndbandið og birtu það í dag. Fram kemur í blaðinu að flugmennirnir hafi séð að bifreiðarnar voru merktar appelsínugulum lit sem er tákn Atlantshafsbandalagsins um að bandamenn séu á ferð. Flugmennirnir munu þá hafa spurt yfirmann sinn á jörðu niðri hvort bandamenn væru á svæðinu. Því hafi hann neitað og þá hafi verið skotið á bílalestina. Síðan hafi flugmönnunum borist fréttir af því að einn hefði fallið og það bandamaður þeirra. Á myndbandinu má heyra hvar þeir bölva, harma atburðinn og óttast jafnvel að þeir eigi yfir höfði sér fangelsisdóm. Margaret Beckett, utanríkisráðherra Breta, sagði í dag að atburðurinn yrði rannsakaður til hlítar í samvinnu við Bandaríkjamenn. Fulltrúar Sun afhentu dánardómstjóra myndbandið í dag og skömmu síðar afléttu Bandaríkjamenn leynd af því. Myndbandið verður því notað við réttarrannsókn á dauða breska hermannsins.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira