Erlent

Apple segir Vista skemma iPod tónlistarspilarana

Microsoft er að vinna í því að lagfæra Vista svo það virki betur með iTunes versluninni og iPod tónlistarspilaranum.
Microsoft er að vinna í því að lagfæra Vista svo það virki betur með iTunes versluninni og iPod tónlistarspilaranum. MYND/AP
Hið nýja stjórnkerfi Microsoft, Windows Vista, getur skemmt iPod tónlistarspilarana vinsælu. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Apple í dag. Microsoft kynnti Vista til sögunnar í síðustu viku.

Apple segir að margir lendi í vandræðum þegar þeir tengja iPodinn sinn við tölvu sem hefur Vista hugbúnaðinn og að sumir hafi lent í því að hann hreinlega eyðileggist. Aðrir hafa bent á að lög keypt í iTunes, tónlistarverslun Apple, sé ekki hægt að spila í tölvum með Vista.

Microsoft hefur þegar sent frá sér uppfærslu sem gerir fólki kleift að hlusta á lög sem keypt eru í iTunes. Apple varar fólk þess vegna við því að uppfæra stýrkerfi sitt í Vista þangað til annaðhvort Microsoft lagar stýrikerfið eða Apple kemur með nýja útgáfu af iTunes.

Microsoft segist vera að vinna að þessum vandamálum og segir að tölvunotendur þurfi ekki að hætta við að uppfæra í Vista eða að hætta að nota það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×