Viðskipti erlent

Dæmdir fyrir ólöglegt verðsamráð á vinnsluminni

Samsung hefur samþykkt að greiða 90 milljónir dala í stað þess að sæta dómi í umfangsmiklu máli um ólöglegt verðsamráð á vinnsluminniskubbum í tölvur. Sektir sem fyrirtæki hafa greitt vegna málsins nálgast nú milljarð bandaríkjadala.

Fyrirtækin sem upphaflega voru ákærð voru Elpida, Hynix, Infineon, Micron Tech, Mosel Vitelic, Nanya og NEC. Vegna verðsamráðsins þurftu bæði töluvframleiðendur og neytendur að greiða óeðlilega hátt verð fyrir vinnsluminni auk þess sem opinberar stofnanir þurftu að greiða syndsamlegt verð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×