Erlent

Prófa nýtt bóluefni gegn alnæmi

Einn af hverjum níu er með HIV/AIDS í Suður-Afríku.
Einn af hverjum níu er með HIV/AIDS í Suður-Afríku. MYND/AP

Suður-Afríka, sem glímir við einn stærsta alnæmisfaraldur í heimi, kynnti í dag áætlun um prófanir á nýju bóluefni gegn alnæmi. Verkefnið er það stærsta sem sem landið hefur tekið þátt í. Verkefnið er styrkt af stjórnvöldum í Suður-Afríku en þau héldu því lengi vel fram að bestu varnirnar gegn alnæmi væru hvítlaukur og rauðrófur.

Bóluefnið verður prófað á 3.000 einstaklingum, 18 til 35 ára, sem eru neikvæðir og athugað hvort að það komi í veg fyrir alnæmissmit eða dragi úr fjölda HIV veira í þeim sem þegar eru sýktir. Prófunin er því gríðarlega stórt skref fram á við í alnæmismálum í Suður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×