Erlent

Íranir segjast tilbúnir að svara árásum

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, heldur fast í harðlínustefnu sína gagnvart umheiminum.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, heldur fast í harðlínustefnu sína gagnvart umheiminum. MYND/AP
Íran og Bandaríkin halda áfram að elda grátt silfur saman. Ayatollah Ali Khamenei sagði í dag að Íran myndi svara öllum árásum Bandaríkjanna með því að gera árásir á bandaríska þegna um allan heim. Einnig ef Bandaríkjamenn ráðist gegn kjarnorkuverum þeirra.

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ítrekaði í dag við fréttamenn að Bandaríkin hefðu ekki í hyggju að ráðast á Íran. Þeir hafa þó sent annað flugmóðurskip til Persaflóa en ekki gefið nánari ástæður fyrir því. Íranar héldu síðan prófanir á rússneskum eldflaugum sem þeir fengu nýverið og segja að þær geti grandað risaskipum eins og því sem er á leiðinni í Persaflóann.

Bandaríkjamenn segjast enn þess fullvissir að hægt verði að leysa deilur ríkjanna tveggja um kjarnorkuáætlun Írans með friðsamlegum hætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×