Erlent

Táningur í fangelsi fyrir skólaskróp

Skólastúlkur skýla sér fyrir rigningu.
Skólastúlkur skýla sér fyrir rigningu. MYND/AP

Fimmtán ára gömul skólastúlka hefur verið send í fangelsi í Þýskalandi fyrir að skrópa í skólann. Maggie Haineder frá Görlitz í Saxony fékk tveggja vikna fangelsisdóm eftir að skrópa í skólann meira en þrjár vikur. Dómarinn Andreas Pech neitaði að breyta dómnum þrátt fyrir gagnrýni.

Hann sagði að stúlkan hefði áður fengið sekt sem hún greiddi ekki, síðan hafi hún óskað eftir að fá að vinna í þágu samfélagsins upp í skuldina, en gerði það heldur ekki. Hann sagði að fangelsisvist væri síðasta úrræðið: "Allt annað brást."

Stúlkan hefur óskað eftir því að fangelsisdómnum verði breytt í vinnu í þágu samfélagsins, en dómarinn neitaði því. Hann sagði: "Þetta er ekki sjónvarpsþáttur. Dómurinn hefur verið kveðinn upp. Punktur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×