Máli á hendur olíuforstjórum vísað frá héraðsdómi 9. febrúar 2007 16:09 Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur fyrrverandi og núverandi forstjórum stóru olíufélaganna þriggja vegna samráðs félaganna. Einar Benediktsson, núverandi forstjóri Olís, Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, og Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Esso, voru ákærðir fyrir brot á samkeppnislögum. Ákæran er í tuttugu og sjö liðum og laut meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um ákvörðun verðs á söluvörum, afsláttar, álagningar og viðskiptakjara. Fram kemur í dómi héraðsdóms að fallist sé á það með ákærðu að verknaðarlýsing ákæru sé í heild svo óljós að ekki sé unnt að verjast henni á fullnægjandi hátt. Annmarkar séu þess eðlis að ófært sé að fella efnisdóm á málið. Þá enn fremur vísað í tíundu grein samkeppnislaga og sagt að hún lýsi ekki ábyrgð á samkeppnisbrotum á hendur öðrum en fyrirtækjum en ekki einstökum starfsmönnum þeirra og að ólíkt því sem gildir um 12. grein laganna laganna sé óheimilt að refsa einstaklingum fyrir brot á 10. grein laganna. Enn fremur segir í dómnum að um hróplega mismunun sé að ræða þar sem forstjórarnir séu einir ákærðir í málinu en ekki aðrir starfsmenn olíufélaganna. Auk þess úrskurðaði héraðsdómur að ríkissjóði bæri að greiða verjendum þremenninganna samtals um 9,2 milljónir króna í málsvarnarkostnað. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu Vísis, að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Hann benti á að þetta væri fyrsta sinn sem dómur tæki afstöðu til 10. greinar samkeppnislaga, um það hvort hún næði til einstaklinga. Vangaveltur hefðu verið um skýrleika greinarinnar en nú ætti Hæstiréttur eftir að taka afstöðu til sama máls. Úrskurðinn í heild má finna hér. Samráð olíufélaga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur fyrrverandi og núverandi forstjórum stóru olíufélaganna þriggja vegna samráðs félaganna. Einar Benediktsson, núverandi forstjóri Olís, Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, og Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Esso, voru ákærðir fyrir brot á samkeppnislögum. Ákæran er í tuttugu og sjö liðum og laut meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um ákvörðun verðs á söluvörum, afsláttar, álagningar og viðskiptakjara. Fram kemur í dómi héraðsdóms að fallist sé á það með ákærðu að verknaðarlýsing ákæru sé í heild svo óljós að ekki sé unnt að verjast henni á fullnægjandi hátt. Annmarkar séu þess eðlis að ófært sé að fella efnisdóm á málið. Þá enn fremur vísað í tíundu grein samkeppnislaga og sagt að hún lýsi ekki ábyrgð á samkeppnisbrotum á hendur öðrum en fyrirtækjum en ekki einstökum starfsmönnum þeirra og að ólíkt því sem gildir um 12. grein laganna laganna sé óheimilt að refsa einstaklingum fyrir brot á 10. grein laganna. Enn fremur segir í dómnum að um hróplega mismunun sé að ræða þar sem forstjórarnir séu einir ákærðir í málinu en ekki aðrir starfsmenn olíufélaganna. Auk þess úrskurðaði héraðsdómur að ríkissjóði bæri að greiða verjendum þremenninganna samtals um 9,2 milljónir króna í málsvarnarkostnað. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu Vísis, að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Hann benti á að þetta væri fyrsta sinn sem dómur tæki afstöðu til 10. greinar samkeppnislaga, um það hvort hún næði til einstaklinga. Vangaveltur hefðu verið um skýrleika greinarinnar en nú ætti Hæstiréttur eftir að taka afstöðu til sama máls. Úrskurðinn í heild má finna hér.
Samráð olíufélaga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira