Máli á hendur olíuforstjórum vísað frá héraðsdómi 9. febrúar 2007 16:09 Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur fyrrverandi og núverandi forstjórum stóru olíufélaganna þriggja vegna samráðs félaganna. Einar Benediktsson, núverandi forstjóri Olís, Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, og Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Esso, voru ákærðir fyrir brot á samkeppnislögum. Ákæran er í tuttugu og sjö liðum og laut meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um ákvörðun verðs á söluvörum, afsláttar, álagningar og viðskiptakjara. Fram kemur í dómi héraðsdóms að fallist sé á það með ákærðu að verknaðarlýsing ákæru sé í heild svo óljós að ekki sé unnt að verjast henni á fullnægjandi hátt. Annmarkar séu þess eðlis að ófært sé að fella efnisdóm á málið. Þá enn fremur vísað í tíundu grein samkeppnislaga og sagt að hún lýsi ekki ábyrgð á samkeppnisbrotum á hendur öðrum en fyrirtækjum en ekki einstökum starfsmönnum þeirra og að ólíkt því sem gildir um 12. grein laganna laganna sé óheimilt að refsa einstaklingum fyrir brot á 10. grein laganna. Enn fremur segir í dómnum að um hróplega mismunun sé að ræða þar sem forstjórarnir séu einir ákærðir í málinu en ekki aðrir starfsmenn olíufélaganna. Auk þess úrskurðaði héraðsdómur að ríkissjóði bæri að greiða verjendum þremenninganna samtals um 9,2 milljónir króna í málsvarnarkostnað. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu Vísis, að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Hann benti á að þetta væri fyrsta sinn sem dómur tæki afstöðu til 10. greinar samkeppnislaga, um það hvort hún næði til einstaklinga. Vangaveltur hefðu verið um skýrleika greinarinnar en nú ætti Hæstiréttur eftir að taka afstöðu til sama máls. Úrskurðinn í heild má finna hér. Samráð olíufélaga Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur fyrrverandi og núverandi forstjórum stóru olíufélaganna þriggja vegna samráðs félaganna. Einar Benediktsson, núverandi forstjóri Olís, Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, og Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Esso, voru ákærðir fyrir brot á samkeppnislögum. Ákæran er í tuttugu og sjö liðum og laut meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um ákvörðun verðs á söluvörum, afsláttar, álagningar og viðskiptakjara. Fram kemur í dómi héraðsdóms að fallist sé á það með ákærðu að verknaðarlýsing ákæru sé í heild svo óljós að ekki sé unnt að verjast henni á fullnægjandi hátt. Annmarkar séu þess eðlis að ófært sé að fella efnisdóm á málið. Þá enn fremur vísað í tíundu grein samkeppnislaga og sagt að hún lýsi ekki ábyrgð á samkeppnisbrotum á hendur öðrum en fyrirtækjum en ekki einstökum starfsmönnum þeirra og að ólíkt því sem gildir um 12. grein laganna laganna sé óheimilt að refsa einstaklingum fyrir brot á 10. grein laganna. Enn fremur segir í dómnum að um hróplega mismunun sé að ræða þar sem forstjórarnir séu einir ákærðir í málinu en ekki aðrir starfsmenn olíufélaganna. Auk þess úrskurðaði héraðsdómur að ríkissjóði bæri að greiða verjendum þremenninganna samtals um 9,2 milljónir króna í málsvarnarkostnað. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu Vísis, að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Hann benti á að þetta væri fyrsta sinn sem dómur tæki afstöðu til 10. greinar samkeppnislaga, um það hvort hún næði til einstaklinga. Vangaveltur hefðu verið um skýrleika greinarinnar en nú ætti Hæstiréttur eftir að taka afstöðu til sama máls. Úrskurðinn í heild má finna hér.
Samráð olíufélaga Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent