Erlent

Cameron í kannabisneyslu

Breska dagblaðið Independent on Sunday fullyrðir að David Cameron leiðtogi breska Íhaldsflokksins hafi á unglingsárum sínum reykt marijúana. Hann var samkvæmt heimildum blaðsins áminntur af stjórn hins virta einkaskóla Eton fyrir reykingarnar og hætti þeim skömmu síðar. Cameron vildi ekki neita þessum staðhæfingum í samtölum við blaðamenn í morgun en lét nægja að segja að hann hefði gert hluti þegar hann var ungur sem hann sæi eftir í dag. Búist er við að málið hleypi fjöri í umræður um fíkniefni og lögleiðingu þeirra en enginn leiðtogi stóru stjórnmálaflokkanna hefur áður viðurkennt slíka neyslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×