Erlent

Íranar neita vopnasmygli

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. MYND/AP

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, neitaði því í dag að Íranar sæju bardagasveitum í Írak fyrir fullkomnum vopnum. Hann sagði jafnframt að friður myndi ekki komast á í Írak, fyrr en bandarískar og aðrar erlendar hersveitir færu þaðan.

Bandaríkjamenn sýndu fréttamönnum á sunnudag það sem þeir kölluðu sannanir fyrir því að Íranar sendu vopn til Íraks, meðal annars sprengjur sem hafi kostað 170 bandaríska hermenn lífið.

Ahmadinejad sagði að ríkisstjórn Georges Bush væri vön því að saka aðrar ríkisstjórnir um misgjörðir. Það hefði enga þýðingu að sýna einhverja pappíra í Írak og kalla þá sönnunargögn. Bandaríkjamenn segja að gögn þeirra sýni að menn í æðstu stöðum í Íran tengist vopnasmygli til Íraks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×