Innlent

Fækkað á vitnalista í Baugsmálinu

Frá réttarhöldunum í morgun.
Frá réttarhöldunum í morgun. MYND/GVA

Málflutningi í Baugsmálinu svokallaða er lokið í dag en haldið verður áfram í fyrramálið. Eitthvað verður fækkað vitnalista, sem nú telur rúmlega 100 manns, en ekki er vitað á þessari stundu hversu mikið verður fækkað á listanum.

Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, sagði að ólíklegt væri að hægt yrði að ljúka yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group, á hádegi á miðvikudag eins og til stóð. Það yrði líklega ekki fyrr en seinnipart miðvikudags eða á fimmtudag. Réttahléi sem átti að vera eftir hádegi á miðvikudag verður líklega frestað til að klára yfirheyrslurnar yfir Jóni Ásgeiri.

Búið er að yfirheyra Jón Ásgeir vegna ákæruliða 2-9 sem varða lánveitingar Baugs til Gaums, Fjárfars og til Kristínar Jóhannesdóttur systur Jóns Ásgeirs. Jón er sakaður um að fyrir að hafa hlutast til um að fé yrði lánað til aðilanna aðilanna án þess að bera það undir hluthafa, eins og honum hafi borið samkvæmt hlutafélagalögum. Jón Ásgeir hefur neitað öllum ákæruatriðum í dag.

Dómurinn kemur aftur saman á morgun kl 9.15. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, mun þá taka við og spyrja hann út í ákæruliði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×