Körfubolti

Okur og Allen í stjörnuleikinn

Mehmet Okur hefur klárað marga leiki fyrir Jazz í vetur með hittni sinni á lokamínútunum
Mehmet Okur hefur klárað marga leiki fyrir Jazz í vetur með hittni sinni á lokamínútunum NordicPhotos/GettyImages

Í nótt var tilkynnt að þeir Mehmet Okur frá Utah Jazz og Ray Allen frá Seattle yrðu varamenn fyrir þá Allen Iverson og Steve Nash í liði Vesturstrandarinnar í stjörnuleiknum í NBA um næstu helgi.

Nash og Iverson gátu ekki gefið kost á sér í leikinn vegna meiðsla. Allen er sjöundi stigahæsti leikmaðurinn í NBA með tæp 27 stig að meðaltali í leik og tekur þátt í sínum sjöunda stjörnuleik. Tyrkinn Okur mun spila stjörnuleik í fyrsta sinn á ferlinum en þessi 17 stiga og 7 frákasta stórskytta hefur hvað eftir annað tryggt liði Utah sigurinn í lok leikja í vetur með mikilvægum körfum.

Þessi nýjustu tíðindi þýða það að aðeins einn eiginlegur leikstjórnandi er í liði Vesturstrandarinnar - Tony Parker frá San Antonio. Steve Nash var einnig skráður í knattleiknikeppnina um stjörnuhelgina, en Chris Paul hjá New Orleans mun leysa hann af hólmi þar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×