Erlent

Árangurslítið hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu

Fulltrúar Noregs á ráðstefnunni Halvard P. Johansen ogTurid Rodrigues Evsebio ásamt íslensku fulltrúunum Kristjáni Loftssyni og Stefáni Ásmundssyni.
Fulltrúar Noregs á ráðstefnunni Halvard P. Johansen ogTurid Rodrigues Evsebio ásamt íslensku fulltrúunum Kristjáni Loftssyni og Stefáni Ásmundssyni. MYND/AP
Ekkert útlit er fyrir að árangur náist á ráðstefnu um hvalveiðar sem nú fer fram í Japan. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir vonbrigði að fjölmörg aðildarríki Alþjóðahvalveiðiráðsins hafi ákveðið að sniðganga ráðstefnuna.

Markmið Tókýóráðstefnunnar er að högga á þann hnút sem virðist standa öllu starfi Alþjóðahvalveiðiráðsins fyrir þrifum. Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar segir að vel hafi gengið á ráðstefnunni fram að þessu og á morgun verði niðurstöður hennar dregnar saman. Engra stórtíðinda sé hins vegar að vænta frá Tókýó þar sem aðeins helmingur aðildaríkja Alþjóðahvalveiðiráðsins sá ástæðu til að mæta.

Grænfriðungar fjölmenntu fyrir utan fundarstaðinn í morgun og í tilefni Valentínusardagsins dreifðu þeir súkkulaði í líki hvala. Von er á einu af skipum samtakana í Suður-Íshafið þar sem japönsk hvalveiðiskip eru að veiðum. Skip Sea Sheperd-samtakanna hefur undanfarna daga truflað veiðar þeirra en það stímir nú í land eftir langt úthald. Búist er við að heimsiglingin taki átta daga.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×