Erlent

Lögðu hald á fjögur tonn af kókaíni

Kókaínið var falið í vatnsheldum umbúðum í vatnstanki snekkjunnar.
Kókaínið var falið í vatnsheldum umbúðum í vatnstanki snekkjunnar. MYND/Haraldur

Spænska lögreglan skýrði frá því í dag að hún hefði lagt hald á að minnsta kosti fjögur tonn af kókaíni í snekkju á Gíbraltarsundi. Lögreglan í Portúgal náði einu og hálfu tonni af sama efni í tengdri aðgerð nálægt eyjunni Madeira stuttu seinna. Spænska lögreglan fór um borð í snekkjuna Challenger í gær og fluttu hana til hafnar í Almeria til þess að leita að eiturlyfjum.

Kókaínið var falið í vatnstönkum snekkjunnar og vélarrýminu. Þrír Grikkir voru handteknir um borð og eru þeir taldir meðlimir í alþjóðlegum eiturlyfjahring sem hefur aðsetur á Spáni. Fylgst hefur verið með snekkjunni síðan í nóvember á síðasta ári og búist er við að handtökum vegna málsins eigi eftir að fjölga á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×