Erlent

al-Kaída hvetur til árása á olíustöðvar

Í yfirlýsingunni er sagt nauðsynlegt að ráðast á olíæðar þær sem liggi til Bandaríkjanna.
Í yfirlýsingunni er sagt nauðsynlegt að ráðast á olíæðar þær sem liggi til Bandaríkjanna. MYND/AP
Hryðjuverkahópur sem tengdur er al-Kaída hefur ákallað hryðjuverkahópa um allan heim og beðið þá að ráðast á þær þjóðir sem selja Bandaríkjunum olíu.

Hópurinn, sem kallar sig „Rödd jihads", er frá Sádi-Arabíu. Í yfirlýsingu sem var birt á vefsíðu hans var meðal annars sagt „Það er nauðsynlegt að ráðast á olíufyrirtæki í þeim löndum sem selja olíu til Bandaríkjanna. Ekki bara í Mið-Austurlöndunum."

Hópurinn nefndi sérstaklega Kanada, Venesúela og Mexíkó. Talsmenn olíufyrirtækja í Kanada sögðust taka hótunina alvarlega. Hópurinn skipulagði misheppnaða árás á olíustöðvar í Sádi-Arabíu í febrúar á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×