Viðskipti erlent

Dow Jones í methæðum

Frá markaði í Bandaríkjunum.
Frá markaði í Bandaríkjunum.

Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones fór í methæðir í gær eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði verðbólgu vera vera að hjaðna. Fjárfestar, sem greina af orðum bankastjórans að litlar líkur séu á hækkun stýrivaxta í bráðu, urðu hæstánægðir enda hækkaði vísitalan um 0,69 prósentustig og endaði í 12.741,86 stigum.

Mest hækkaði gengi bréfa í tækni- og fjármálafyrirtækjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×