Innlent

Heimilislausir kjósendur undirrita sáttmála

Nýtt afl krefst þess nú með undirritun sáttmála á netinu að Samfylkingin setji fram markvissa stefnu í ýmsum málum sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki tekið nægilega ábyrgð á. Hópurinn hefur fylgst með stjórnmálum af hliðarlínunni og telur sig hafa verið heimilislausa í stjórnmálum. Óánægja hans snýr aðallega að hagstefnu stjórnvalda, hávöxtum, stórvirkjanaframkvæmdum og vegna "Evrópumets í okri á neytendum."

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hópnum sem heldur úti undirskriftarlista á vefsíðunni; Sáttmáli stórs jafnaðarmannaflokks við kjósendur.

Hópurinn segir sífellt meiri þunga vera á markvissa stefnu í umhverfismálum og ábyrgri atvinnustefnu. Hann leggur áherslu á athafnafrelsi einstaklinganna og kosti frjálsrar samkeppni fyrir neytendur.

Þá er lögð áhersla á að framtíð velferðarkerfisins verði tryggð m.a. með því að útrýma; "þeirri þjóðarskömm er aðbúnaður aldraðra er orðinn í þessu ríka landi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×