Erlent

Chavez ætlar að þjóðnýta matvöruverslanir

Hugo Chavez er mikill stuðningsmaður þjóðvæðingar.
Hugo Chavez er mikill stuðningsmaður þjóðvæðingar. MYND/AP
Hugo Chavez, forseti Venesúela, sagði við stuðningsmenn sína í dag að hann ætlaði sér að þjóðnýta matvörumarkaði sem seldu kjöt á hærra verði en stjórnvöld samþykkja.

Stjórnvöld í Venesúela fullyrða að búðir og byrgjar sameinist um aðgerðir til þess að hækka verðið á kjöti. Gagnrýnendur segja hins vegar að skortur á matvörum sé til kominn vegna þess að verðin sem stjórnvöld setji neyði verslanir til þess að selja margar vörur með tapi.

Chavez sagði frá þessu þegar hann var að ávarpa hóp eldri borgara í höfuðborginni Caracas. Þar sagðist hann aðeins vera að bíða eftir ástæðu til þess að yfirtaka verslanir.

Chavez er sem stendur í miklum þjóðnýtingarham og ætlar sér að taka yfir fjarskiptafyrirtæki og olíufyrirtæki. Matvöruverslanir verða kannski næst fyrir barðinu á honum.

Chavez hefur líka lagt til að einkafyrirtæki leyfi starfsmönnum sínum að eyða ákveðnum tíma á dag í að læra sósíalisma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×