Viðskipti erlent

ESB spáir minni verðbólgu í ár

Joaquín Almunia.
Joaquín Almunia. Mynd/AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur uppfært hagvaxtarspá fyrir evrusvæðið á þessu ári. Þá eru horfur á minni verðbólgu en reiknað var með. Joaquín Almunia , sem fer með efnahagsmál innan framkvæmdastjórnar ESB, segir að gert sé ráð fyrir 2,4 prósenta hagvexti á evrusvæðinu. Það er 0,3 prósentustigum meira en fyrri spá hljóðaði upp á.

Þá hafði verið gert ráð fyrir 1,8 prósenta verðbólgu á þessu ári sem jafnframt er 0,3 prósentustigum undir fyrri spá. Verðbólga á evrusvæðinu mældist 2,2 prósent í fyrra.

Almunia varaði hins vegar við hættunni sem getur skapast af því að launakostnaður aukist umfram framleiðslukostnað. Gerist það sé ekki loku fyrir það skotið að evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti sína enn frekar. Stýrivextir bankans standa nú í 3,5 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×