Erlent

Sjö al-Kaída liðar fengu lífstíðardóm

Tyekinn Harun Ilhan á leið fyrir dómara í Istanbul í morgun. Hann skipulagði hryðjuverkin.
Tyekinn Harun Ilhan á leið fyrir dómara í Istanbul í morgun. Hann skipulagði hryðjuverkin. MYND/AP

Tyrkneskur dómstóll hefur dæmt sjö al-Kaída liða í lífstíðarfangelsi vegna sprenginganna í Istanbul árið 2003. Sextíu manns létust í sprengingunum sem var miðað að Bretum og gyðingum.

Höfuðpaur sprenginganna Louai al Sakka var einn hinna dæmdu, en hann tryggði fjármagn fyrir bílasprengingarnar. Þær sprungu við tvö samkomuhús gyðinga, bresku ræðismannsskrifstofuna og útibú HSBC bankans.

Tyrkneskur angi al-Kaída lýsti yfir ábyrgð á sprengingunum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×