Erlent

Ákvarðanir Bush fordæmdar

Bandarískir hermenn viðbúnir vegna skothríðar í íraska bænum Buhriz.
Bandarískir hermenn viðbúnir vegna skothríðar í íraska bænum Buhriz. MYND/AP

Ályktun gegn fjölgun bandaríska heraflans í Írak var samþykkt í fulltrúadeild bandaríska þingsins í dag. Ályktunin fordæmir ákvarðanir forsetans um fjölgun í heraflanum í Írak. 246 þingmenn greiddu atkvæði með ályktuninni en 182 gegn.

Samþykktin neyðir Bush ekki til aðgerða, en sendir skýr skilaboð um að byrja að senda bandaríska hermenn heim frá Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×