Innlent

Mynd ársins 2006 valin

Mynd Árna Torfasonar ljósmyndara og formanns Blaðaljósmyndarafélagsins var valin mynd ársins á sýningu blaðaljósmyndara í Gerðarsafni í dag.

Myndina tók Árni af Sif Pálsdóttur sem varð fyrst íslenskra kvenna Norðurlandameistari í fjölþraut fimleika.

Verðlaun voru veitt í 10 flokkum. Auk Árna fengu þeir Júlíus Sigurjónsson, Þorvaldur Örn Kristmundsson, Kjartan Þorbjörnsson (Golli), Valgarður Gíslason, Hörður Sveinsson, Bragi Þór Jósefsson og Ragnar Axelsson verðlaun.

Tæplega 2500 myndir bárust og valdi dómnefnd rúmlega 200 myndir úr þeim.

Ari Sigvaldason formaður dómnefndar afhenti verðlaunin en Geir H. Haarde forsætisráðherra opnaði sýninguna sem stendur til 18. mars.

Myndirnar eru allar á vef Blaðaljósmyndarafélags Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×