Erlent

Segulljós rannsökuð í geimferð

Themis geimflaugin  í flugtaki frá Canaveral höfða í gærkvöldi.
Themis geimflaugin í flugtaki frá Canaveral höfða í gærkvöldi. MYND/AP

Delta II geimflaug Nasa geimferðastofnunnarinnar tók á loft í gærkvöldi frá Canaveral höfða í Florida. Seinkun varð á geimskotinu vegna vinds. Geimferðin ber heitið "Themis" og er ætlað að fá frekari innsýn inn í hvað orsakar segulljós og þá ljósadýrð sem getur skapast í himingeimnum. Vísindamenn eru á höttunum eftir upplýsingum um hvað hrindir af stað skyndilegri birtingu ljósa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×