Körfubolti

Auðveldur sigur vesturliðsins

Kobe Bryant var maður leiksins í nótt, en hann skoraði einnig 31 stig og var maður leiksins í stjörnuleiknum í Philadelphia árið 2002
Kobe Bryant var maður leiksins í nótt, en hann skoraði einnig 31 stig og var maður leiksins í stjörnuleiknum í Philadelphia árið 2002 NordicPhotos/GettyImages

Lið vesturstrandarinnar vann auðveldan sigur á austurliðinu í stjörnuleiknum í NBA deildinni sem haldinn var í Las Vegas í nótt. Vesturliðið var skrefinu á undan allan tímann, náði meira en 30 stiga forystu á kafla og vann að lokum 153-132 sigur.

Þetta var hæsta stigaskor sigurliðs í stjörnuleiknum frá upphafi ef miðað er við leik þar sem úrslitin réðust í venjulegum leiktíma. Kobe Bryant var kjörinn verðmætasti leikmaðurinn í annað sinn á ferlinum en hann var stigahæsti maður vallarins með 31 stig úr 21 skoti. Amare Stoudemire kom næstur með 29 stig og 9 fráköst, Carmelo Anthony skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og Shawn Marion skoraði 18 stig og hirti 8 fráköst.

Hjá austurliðinu var LeBron James lang atkvæðamestur með 28 stig en Dwight Howard kom næstur með 20 stig og 12 fráköst.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×