Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnaklámsmynda

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnarklámsmynda. Myndirnar fundust í tveimur tölvum í eigu mannsins eftir að lögregla hafði gert húsleit hjá honum í september í fyrra.

Alls var um 50 myndir að ræða, sumar þeirra grófar, en 48 þeirra höfðu verið afmáðar af hörðum diski annarrar tölvunnar þegar lögregla gerði húsleitIina. Maðurinn viðurkenndi brot sitt en fram kemur í dómnum að maðurinn hefði haft myndirnar í sinni vörslu í skamman tíma og svo eytt þeim. Var einnig litið til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn hafði aldrei komist í kast við lögin áður. Þótti því eins mánaðar fangelsi sem skilorðsbundið er til þriggja ára hæfileg refsing en auk þess voru tölvur mannsins gerðar upptækar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×