Fótbolti

Dudek: Ég hótaði ekki að berja lögreglumann

NordicPhotos/GettyImages

Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool segir sögur af agabrotum leikmanna liðsins í Portúgal hafa verið ýktar upp í fjölmiðlum. Hann segir að þó málið hafi verið blásið upp í fjölmiðlum, eigi hann og aðrir leikmenn sem brutu reglur liðsins skilið að fá refsingu.

"Mest af því sem ritað var í blöðin voru furðusögur. Við áttum að hafa snætt kvöldverð á veitingahúsi í grennd við hótelið og þar sögðu blöðin að ég hafi hótað að berja lögreglumann og því verið handjárnaður. Ekkert slíkt átti sér stað, en við komum samt of seint heim á hótelið. Við ullum þar ónæði fyrir hina gestina og brutum reglur liðsins, svo menn eins og ég sem gerðumst brotlegir með því eigum skilið að vera refsað. Við verðum að læra af þessu og forðast svona nokkuð í framtíðinni, " sagði Dudek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×