Tónlist

Lay Low í Þórlákshöfn

Tónlistarkonan Lay Low, sem kom, sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum, verður með tónleika í Þorlákshöfn, á morgun miðvikudaginn 21. febrúar. Verða tónleikarnir haldnir í Versölum og hefjast klukkan 20:00. Eru tónleikarnir liður í tónleikaröðinni Tónar við hafið.

Með Lay Low spila þeir Magnús Árni Öder Kristinsson, á slidegítar og hljómborð, Sigurbjörn Már Valdimarsson, á hljómborð og banjo og Björn Sigmundur Ólafsson á trommur. Miðaverð er kr. 1.500.

Sveitarfélagið Ölfus






Fleiri fréttir

Sjá meira


×