Erlent

Átak gegn sjálfsvígum í S-Kóreu

Yfirvöld áætla að fræða fólk um alvarlegar afleiðingar þunglyndis.
Yfirvöld áætla að fræða fólk um alvarlegar afleiðingar þunglyndis. MYND/Getty Images
Heilbrigðisyfirvöld í Suður Kóreu segjast vera að undirbúa herferð sem beinist gegn hárri sjálfsvígstíðni í landinu. Á fimm árum hafa sjálfsmorðstilfelli tvöfaldast. Verið er að skoða ýmsa möguleika eins og að koma upp ráðgjafamiðstöðvum og fjarlægja vefsíður sem sýna leiðir til sjálfsmorða og hvetja jafnvel fólk til að taka líf sitt. Mikil umræða hefur verið um sjálfsmorð eftir að tölur sýndu aukna tíðni. Dauði mikilsmetinnar leikkonu leiddi til þjóðarvakningar. Yuni var vinsæl leikona sem gerðist poppsöngkona. Hún framdi sjálfsmorð í janúar, 26 ára gömul. Heilbrigðisyfirvöld kenna félagslegum breytingum og minnkandi hagsæld um þessa auknu tíðni. Auk fyrrgreindra úrræða er markmiðið að fræða fólk um afleiðingar þunglyndis. Þá kemur til greina eru að setja háar girðingar á brýr og háar byggingar. Suður Kórea hefur hæstu tíðni sjálfsmorða 30 vestrænna landa í samtökum um efnahagssamvinnu og þróun. Yfirvöld vona að þau geti fylgt fordæmi Finna sem tókst að fækka sjálfsmorðum um þriðjung á rúmum áratug.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×