Erlent

Breskt herlið frá Írak

MYND/AP
Búist er við að Tony Blair forsætisráðherra Breta tilkynni á morgun að flutningur herliðs Breta frá Írak hefjist innan nokkurra vikna. Þetta kemur fram á BBC og í öðrum breskum fjölmiðlum í dag. Áætlun Blairs er að fyrstu 1.500 hermennirnir úr 7.100 manna liði þeirra í Írak snúi heim á næstu vikum. The Sun greindi frá því að 3.000 hermenn yrðu fluttir heim á þessu ári, en Guardian sagði fyrstu eitt þúsund hermennina verða senda heim í sumar og allir yrðu komnir til baka fyrir árslok 2008. Blair mun byrja brottflutning í suðurhluta Íraks þegar íraski herinn tekur við meiri ábyrgð á svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×