Erlent

Istanbúl: Íbúðarhús hrundi

Minnst 2 týndu lífi og hátt í 30 slösuðust þegar 5 hæða íbúðarhús hrundi í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Yfirvöld í borginni segja lélegum frágangi við bygginguna um að kenna en engar frekari skýringar hafa fengist á því af hverju húsið hrundi. Talið er að allir sem voru í húsinu og lifðu hafi verið fluttir á sjúkrahús og enga sé að finna í rústunum.

Jarðfræðingar í Tyrklandi hafa hvatt þarlend stjórnvöld til að rífa um 50 þúsund hús í Istanbúl og styrkja önnur 100 þúsund. Þau séu ótraust og þoli ekki annan jarðskjálfta líkan þeim sem varð rúmlega átján þúsund íbúum í borginni að fjörtjóni fyrir átta árum. Talið er að húsið sem hrundi í nótt sé eitt þeirra sem lagt hafi verið til að rífa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×